fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Eftir umræðu síðasta sólarhringinn birtir Óskar Hrafn byrjunarlið Breiðabliks á Twitter

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 16:27

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks hefur birt byrjunarlið Breiðabliks fyrir leikinn gegn Fjölni í bikarnum á miðvikudag.

Gerir Óskar þetta á Twitter en umræða hefur verið í gangi síðustu daga um að byrjunarlið Blika sé að leka út fyrir leiki.

„Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. apríl. Brynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi,“ skrifar Óskar á Twitter.

Klæmint Olsen og Oliver Stefánsson hafa verið utan hóps í liði Blika í upphafi sumars en fá tækifæri á miðvikudag gegn Fjölni.

Óskar var spurður út í það á Stöð2 Sport í gær hvort hann væri meðvitaður um það að byrjunarlið Blika væri að leka út fyrir leikina. Blikar unnu 0-2 sigur á Val í gær.

„Þetta skiptir engu máli. Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig,“
sagði Óskar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik
433Sport
Í gær

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það