Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United telur að Jude Bellingham muni skoða félagið sem kost fyrir sig í sumar.
Ljóst virðist vera að Liverpool er hætt við kaup á Bellingham, treytir félagið sér ekki í þá fjárhagslegu skuldbindingu sem kaup á Jude eru.
Búist er við að Dortmund fari fram á 130 milljónir punda í kaupverð en þá á eftir að borga laun og aðra hluti.
„Ég held að Manchester United sé kostur, ef þú hefðir spurt mig í byrjun tímabils þá var það ekki séns,“ sagði Scholes.
„Ég held að hann horfi á þetta lið og sjái alveg að það er eitthvað sem gerist hér á næstu árum.“
Scholes telur þó að Bellingham muni fara til Spánar. „Ég held að hann fari til Real Madrid, það er mín tilfinning,“ sagði Scholes en talið er að Bellingham velji á milli Real Madrid og Manchester City.