fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Þorsteinn ánægður með sigurinn – „Margt jákvætt“

433
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 20:20

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á Sviss í vináttulandsleik ytra í dag.

Glódís Perla Viggósdóttir kom Íslandi yfir í dag áður en Sviss jafnaði. Sveindís Jane Jónsdóttir gerði svo sigurmarkið.

„Ég er mjög ánægður með að vinna. Ég er ánægður með margt í leiknum,“ segir Þorsteinn eftir leik.

„Það lá á okkur síðustu 7-8 mínúturnar en við leystum það og gerðum það vel. Heilt yfir var ég sáttur með margt. Það var margt jákvætt og við héldum betur í boltann.“

Ísland breytti um kerfi í dag og lék í 3-5-2.

„Ég vildi fjölga möguleikum sem við höfum. Það er svolítið langt síðan við ákváðum þetta og þegar æfingaleikirnir komu inn fannst okkur henta vel að spila svina á móti Sviss. Það er líka sterkt lið svo þetta var fínn leikur til að prófa þetta.“

Ísland gerði á dögunum jafntefli við Nýja-Sjáland. Nú er þessum landsliðsglugga lokið.

„Þetta var bara fínt. Þú vilt alltaf vinna alla leiki en mér fannst við ná að gera það sem við ætluðum að gera.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður