fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Ten Hag vill skófla út fjórum varnarmönnum út í sumar – Tveir eru samningslausir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. mars 2023 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag stjóri Manchester United ætlar að hreinsa til í hópnum sínum í sumar en ESPN fjallar um málið.

Hollenski stjórinn virðist vera byrjaður að teikna upp planið sitt og þar segir að fjórir varnarmenn geti farið frá félaginu.

Tveir af þeim eru samningslausir en hvorugur hefur spilað undir stjórn Ten Hag, um er að ræða Phil Jones og Axel Tuanzebe.

Þá segir í frétt ESPN að Eric Bailly og Alex Telles verði báðir til sölu í sumar, báðir hafa verið á láni á þessu tímabili.

Bailly hefur verið hjá Marseille í Frakklandi og hefur félagið forkaupsrétt á honum en Telles hefur verið á láni hjá Sevilla.

Þá segir í fréttum að Anthony Elanga og Brandon Williams geti báðir farið á láni á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu