fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Fetta fingur út í ummæli Arnars Þórs eftir leik í gær – „Við sáum þetta ekki“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. mars 2023 14:00

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason og lærlingar hans í Dr. Football furða sig á ummælum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara eftir 3-0 tap gegn Bosníu og Hersegóvínu í gær.

Um var að ræða fyrsta leik í riðlinum en íslenska liðið átti aldrei séns í leiknum. Á Viaplay var Arnar Þór spurður að því eftir leik hvort það hefðu verið mistök að byrja bara með einn varnarsinnaðann miðjumann.

Arnar svaraði því til að eftir fimm mínútna leik hefði hann látið Jóhann Berg Guðmundsson fara í stöðu djúps miðjumanns með Arnóri Ingva Traustasyni.

„Við horfðum á leikinn aftur í morgun. Við sáum þetta ekki,“ sagði Hjörvar í þættinum í dag.

Albert Brynjar Ingason tók þá til máls. „Ég held að Arnar þurfi að horfa á leikinn aftur, það var ekki hlustað á þau fyrirmæli. Í pressu fóru þeir tveir upp og einn sat eftir,“ sagði Albert.

Albert gagnrýndi viðtalið við Arnar enn frekar. „Hvað hann segir eftir leikinn, að fólk þurfi að taka eftir því að andstæðingarnir voru góðir. Við verðum að geta unnið og fengið meira en liðið á inni út frá styrkleikalistanum,“ sagði Albert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“