fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Hákon Arnar segir leikmenn Íslands ekki hafa mætt til leiks í kvöld – „Vantaði bara helling upp á hjá okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 22:40

Hákon Arnar / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica í Bosníu

Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður íslenska landsliðsins segir leikmenn þess ekki hafa mætt til leiks í kvöld í 3-0 tapi gegn Bosníu í undankeppni EM 2024. Nú þurfi að læra af því sem liðið gerði illa í leiknum og vinna næsta leik

„Þetta var ekki nógu gott í dag,“ sagði Hákon Arnar við íslensku fjölmiðlasveitina eftir leik í kvöld. „Við mættum eiginlega bara ekki til leiks, ég veit ekki af hverju þetta fór þannig en við vorum eftir á í öllum aðgerðum, þeir næstum því hlupu bara yfir okkur.“

En hvað var það sem vantaði upp á?

„Það vantaði bara helling upp á hjá okkur hvað varðar baráttu um seinni bolta og einvígi, þeir unnu næstum því allt og við ekki nógu aggressívir.

Er svekkelsið mikið eftir svona leik?

„Þetta er auðvitað högg, að tapa 3-0 í fyrsta leik en mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Það þýðir ekkert að vera svekkja sig á þessu of mikið núna, við klárum þetta í kvöld og svo tekur bara næsti leikur við.“

Hvað þarf íslenska liðið að gera núna?

„Við þurfum bara að sjá hvað við gerðum vel, sjá hvað við gerðum illa og bæta það sem við gerðum illa. Nú tekur bara næsti leikur við.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða