fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Þessa þrjá hluti gerir Haaland áður en hann fer að sofa öll kvöld

433
Sunnudaginn 19. mars 2023 09:00

Haaland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, mætti í Íþróttavikuna með Benna Bó þessa vikuna. Með honum þar var að vanda fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi, Hörður Snævar Jónsson.

Erling Braut Haaland skoraði fimm mörk í sama leiknum gegn Leipzig í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann var að sjálfsögðu til umræðu.

„Það er nógu erfitt fyrir marga leikmenn að skora á æfingu, hvað þá fimm mörk í Meistaradeildinni,“ sagði Arnar.

Hörður tók til máls. „Þetta er gæi sem pælir í öllu. Hvar getur hann tekið eitt prósent? Hann setur á sig gleraugu með gulu gleri þremur tímum fyrir svefn. Þau eiga að róa taugakerfið. Hann setur á sig hring með einhverjum bylgjum og mælir svefninn hans.

Svo tekur hann öll raftæki úr sambandi í svefnherberginu sínu. Hann pælir í öllu.“

„Hann er að nýta þennan 15 ára glugga sem hann á. Eftir 35 ára aldurinn er hægt að fara á fyllerí,“ sagði Arnar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl