fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Allt að átta aðilar vilja kaupa United – Hið minnsta fjórir mæta á Old Trafford í viðræður

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 08:30

Sheik Jassim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum á Englandi eru allt að átta hópar í viðræðunum um að kaupa Manchester United. Viðræður eru komnar á formlegt stig.

Fjallað hefur verið um tilboð frá Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe en ekki er vitað hvaða aðilar eru einnig með í viðræðunum.

Samkvæmt frétt Telegraph eru hið minnsta tveir aðrir hópar sem munu á næstu dögum funda á Old Trafford um næstu skref.

Þá eru fjárfestingarsjóðir í Bandaríkjunum sem vilja fjármagna kaup á félaginu, sum vilja styðja Glazer fjölskylduna í að eiga félagið áfram.

Búist er við fundum á Old Trafford í þessari og næstu viku þar sem bókhaldið og fleira verður skoðað. Eftir það er búist við að viðræður fari á þriðja stig þar sem aðilar geta lagt inn lokatilboð sitt.

Telegraph segir að kaupverðið verði aldrei undir þeim 5 milljarða punda verðmiða sem Glazer vill fá. Komi ekki tilboð sem nær þeim verðmiða verði félagið varla selt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum