fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Arnar Þór ánægður með stöðuna: „Margir að spila mikið, spila vel og njóta sín“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 12:00

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands fagnar því hversu margir leikmenn íslenska landsliðsins eru að spila vel þessa dagana.

Arnar valdi í dag hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins.

Á vef KSÍ.is var Arnar spurður að því hvort hannv væri ekki ánægður með stöðuna. „Svo sannarlega. Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð,“ segir Arnar og heldur áfram.

Meira:
Landsliðshópur Íslands – Albert Guðmundsson og Birkir Bjarnason ekki í hópnum

„Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu hópi í komandi verkefni.“

Loks að komandi verkefni. Hverju megum við búast við?

„Við viljum auðvitað taka sem flest stig í þessum glugga, eins og öllum gluggum. Leikurinn í Bosníu verður hörkuleikur. Við eigum að vinna Liechtenstein og ætlum að gera það, en það má samt ekki vanmeta nein lið og taka því sem sjálfsögðum hlut að menn vinni án þess að þurfa að hafa fyrir því, þá getur farið illa. Bosnía er allt annað dæmi, þetta er hörkulið sem vann sinn riðil í Þjóðardeildinni á síðasta ári, og með hörku mannskap, það má ekki gleyma því. Góð frammistaða í þeim leik getur skilað okkur stigi eða stigum. Við byrjum í Bosníu og setjum allan fókus og alla orku í þann leik til að byrja með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United