fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Dregur FH fyrir dómstóla – Segir félagið skulda sér 14 milljónir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. mars 2023 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morten Beck Guldsmed ætlar að draga FH fyrir dómstóla þar sem hann telur félagið skulda sér 14 milljónir króna í laun. Hjörvar Hafliðason segir frá þessu í Dr. Football.

Hinn 35 ára gamli Morten Beck var á mála hjá FH frá 2019 til 2021. Hann hefur einnig leikið með KR og ÍA hér á landi.

„Hann er farinn með FH-inga í dómsalinn, hann vill meina að FH skuldi sér fyrir meira en tvö tímabil, 14 milljónir. FH viðurkenna skuldina en ekki allan þennan pening. Af gögnum málsins að dæma hefur hann rétt fyrir sér og líklegt að FH-ingar þurfi að borga þetta í topp,“ segir Hjörvar í hlaðvarpi sínu.

Samkvæmt þættinum borgaði FH danska framherjanum eins og hann væri verktaki en hann taldi sig vera launmann.

„Lögmaður hans fer einnig fram á að FH fái hámarkssekt, 2 milljónir, plús tveggja ára félagaskiptabann.

Þetta er skítamál fyrir Hafnfirðinga,“ segir Hjörvar, en búast má við viðbrögðum frá FH á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu