fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Eiginkona Walker óttast álit annara – „Er enn ein niðurlægingin fyrir hana“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. mars 2023 14:56

Walker og Kilner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Annie vissi að hverju hún var að ganga þegar þau giftu sig,“ segir heimildarmaður enskra blaða um stöðu Kyle Walker og Annie Kilner.

Spjótin standa að Walker eftir að hann beraði sig á almannafæri á sunnudag og kyssti aðrar konur en eiginkonu sína.

Lögreglan er með málið á borði sínu en Walker sem er giftur maður fór með vinum sínum út á lífið á sunnudag en en um klukkan 19:00 tók hann djásnið út á bar í Manchester og gætti ekki að öryggismyndavél sem náði öllu á mynd.

Walker sást einnig í kringum aðrar konur en hann gæti ætt von á ákæru fyrir að fara út fyrir öll velsæmismörk á almannafæri.

„Hún óttast rannsókn lögreglu og ef það fer af stað þá er þetta líklega búið hjá þeim. Það er hins vegar ekki komið svo langt,“ segir heimildarmaðurinn sem er sagður náinn hjónunum.

„Hún óttast það sem aðrir hafa að segja um málið og hefur áhyggjur af krökkunum,“ segir í blöðunum en saman eiga þau þrjú börn.

„Kyle hefur lofað því að Manchester City klári málið fyrir sig og allt verði í lagi. En þetta er enn ein niðurlægingin fyrir hana.“

Kilner hefur fyrirgefið ýmsilegt í gegnum tíðina, hún tók aftur við honum eftir framhjáhald árið 2019.

Árið 2020 varð fyrirsætan Lauryn Goodmann ófrísk eftir Walker en Annie fyrirgaf það einnig eftir nokkra mánuði.

Á meðan þau voru í sundur hafði Walker leigt sér íbúð og fékk tvær vændiskonur heim til sín þegar útgöngubann var í Bretlandi vegna COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift