fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hinn umdeildi sendir frá sér yfirlýsingu eftir myndbandið umdeilda – Segir málið uppspuna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wout Weghorst framherji Manchester United segir það ekki rétt að hann hafi verið að snerta merki Liverpool fyrir niðurlæginguna á laugardag. Weghorst er ekki vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum Manchester United eftir að myndband fyrir leik liðsins við Liverpool um helgina fór í dreifingu.

Eins og flestir vita vann Liverpool ótrúlegan 7-0 sigur á United á sunnudag. Wout er mjög umdeildur á meðal stuðningsmanna United en margir telja hann langt því frá nógu góðan til að spila fyrir félagið, hann kom á láni frá Burnley í janúar.

Fyrir leik voru leikmenn að ganga frá búningsherbergjum sínum og virtist Weghorst að snerta Liverpool-merkið fræga á Anfield. Þar stendur: Þetta er Anfield.

Þetta fór illa í stuðningsmenn United en hollenski sóknarmaðurinn segir þetta ekki vera rétta sögu. „Venjulega svara ég ekki umfjöllun fjölmiðla en í þetta skiptið er það mikilvægt því stuðningsmenn United eru mér svo mikilvægir,“ sagði Wout.

Hann segir málið varða samlanda sinn, Virgil van Dijk.

„Úr verkefnum landsliðsins þá veit ég að Virgil snerti alltaf merkið og ég reyndi að stöðva hann í að snerta það til að pirra hann fyrir leik.“

Yfirlýsing framherjans er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu