fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Þurfi að ná fram einhverju sérstöku til að sigra Liverpool – ,,Lið sem Manchester United getur skaðað“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 13:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary N­evil­le, fyrrum leik­maður og nú­verandi spark­s­pekingur Sky Sports segir að sitt gamla lið þurfi að fram­kvæma eitt­hvað sér­stakt til þess að bera sigur úr býtum í leiknum gegn erki­fjendunum í Liver­pool á Anfi­eld síðar í dag.

Mikil eftir­vænting ríkir fyrir leiknum en Manchester United kemur inn í leikinn sem liðið í betri stöðu, liðið situr í 3. sæti á meðan að Liver­pool situr í því sjötta.

Bæði lið hafa verið á fínni siglingu í ensku úr­vals­deildinni undan­farið og ljóst að ekki verður tomma gefin eftir þegar flautað verður til leiks kl 16:30.

Að mati N­evil­le er enn sú ára hangandi yfir Anfi­eld, heima­velli Liver­pool að þangað sé erfitt að koma, erfitt að sækja stigin þrjú sem í boði eru þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki staðist væntingar á yfir­standandi tíma­bili.

,,Ég er ekki að segja að leik­menn Manchester United muni hafa miklar á­hyggjur af því að þurfa mæta til leiks á Anfi­eld en allir þeir sem hafa komið á Anfi­eld áður vita hversu erfitt það er að ná ein­hverju þaðan.“

Leik­menn Manchester United þurfi að ná fram sínu allra besta í leik dagsins til þess að bera sigur úr býtum.

,,Til­finning mín er samt sem áður sú að þetta Liver­pool lið sé lið sem Manchester United getur skaðað. Ef leik­menn Manchester United sýna þraut­seigju, kraft og gæði líkt og hefur verið raunin undan­farna mánuði, þá á Liver­pool von á erfiðum leik.“

Greiningu Gary Neville á stórleik dagsins má lesa í heild sinni hér á vef Sky Sports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu