Kevin De Bruyne átti frábæran leik fyrir Manchester City gegn Bristol City í enska bikarnum á þriðjudag.
Liðin mættust þá í 16-liða úrslitum og vann City 0-3. De Bruyne skoraði þriðja markið.
Roy Keane fjallaði um leikinn á ITV og fór harðhausinn langt út fyrir sinn karakter til að hrósa De Bruyne og City.
„Þetta er sexí fótbolti,“ sagði hann meðal annars.
Laura Woods var í settinu einnig og var steinhissa.
„De Bruyne mun fara heim, kveikja á sjónvarpinu og velta fyrir sér hvað Roy Keane segir.
Ég held að hann hafi ekki búist við því að þú myndir segja að það væri sexí en svona er þetta.“