fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Katrín fær að heyra það á heimili sínu: „Þeir segja að hann sé búinn, ég hef staðið með honum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. mars 2023 08:40

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er aldrei öll von úti,“ sagði Katrín Jakbosdóttir forsætisráðherra um sigur Liverpool í gær þegar hún mætti á Bylgjuna í morgun.

Katrín er mikill stuðningsmaður Liverpool en aðrir á hennar heimili styðja sigursælasta lið Englands, Manchester United.

„Þegar fólk spyr mig af hverju heldur þú áfram í stjórnmálum, þá spyr ég af hverju ég haldi áfram með Liverpool? Þetta er svolítið eins, hæðir og lægðir en maður er alltaf í réttu liði.“

Liverpool er að rétta úr kútnum eftir erfiðar vikur og hefur sem dæmi unnið þrjá deildarleiki í röð og er komið á fulla ferð í baráttu um Meistaradeildarsætið.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool er í miklu uppáhaldi hjá Katrínu. „Ég hef verið mikill aðdáandi Klopp en þetta hefur ekki gengið vel, ég bý við það að búa með Manchester United aðdáendum. Þeir segja að hann sé búinn, ég hef staðið með honum.“

Liverpool og Manchester United eigast við á sunnudag og má því búast við fjöri á heimili Katrínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær