Arsenal fór á kostum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Evertonm á heimavelli sínum.
Arsenal er að berjast um meistaratitilinn þetta árið og hefur aðeins tapað þremur leikjum hingað til.
Það varð engin breyting á því í kvöld en Arsenal vann sannfærandi 4-0 heimasigur á fallbaráttuliði Everton.
Gabriel Martinelli gerði tvennu fyrir Arsenal sem er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.
Á sama tíma vann Liverpool mikilvægan 2-0 sigur á Wolves og nálgast nú Meistaradeildarsæti.
Liverpool er sex stigum frá fjórða sætinu en hefur leikið leik minna en Tottenham sem situr þar.
Arsenal 4 – 0 Everton
1-0 Bukayo Saka(’40)
2-0 Gabriel Martinelli(’45)
3-0 Martin Odegaard(’71)
4-0 Gabriel Martinelli(’80)
Liverpool 2 – 0 Wolves
1-0 Virgil van Dijk(’73)
2-0 Mohamed Salah(’77)