Aron Bjarki Jósepsson hefur gengið til liðs við knattspyrnudeild Gróttu. Aron er frá Húsavík og því uppalinn Völsungur, en hann lék í fjölda ára með KR efstu deild. Hann á að baki 146 leiki í efstu deild en í fyrra lék hann með ÍA. Nú bjóðum við hann hjartanlega velkominn á Nesið.
Aron spilar í hjarta varnarinnar og hefur nú þegar látið til sín taka á æfingasvæðinu þar sem reynsla hans og leiðtogahæfileikar hafa nýst liðinu og teyminu vel.
,,Ég er mjög hamingjusamur að vera búinn að skrifa undir samning við Gróttu. Ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum og hjálpa félaginu á alla þá vegu sem ég get til að ná markmiðum sínum í þessu spennandi verkefni sem er í gangi á Seltjarnarnesi,“ sagði Aron.
Aron er þriðji leikmaðurinn sem Grótta fær á tveimur dögum en félagið fékk Arnar Núma Gíslason og Pétur Theodór á láni frá Breiðablik í gær. Liðið er því að styrkja sig verulega fyrir átökin í Lengjudeildinni