Manchester United vann í gær sigur í enska deildarbikarnum þegar liðið hafði betur gegn Newcastle í úrslitum deildarbikarsins.
Cristiano Ronaldo hóf tímabilið með United en ákvað í nóvember að gera allt vitlaust hjá félaginu og var samningi hans rift.
Ronaldo skellti sér því til Sádí Arabíu og samdi við Al Nassr sem gerði hinn 38 ára gamla Ronaldo að launahæsta íþróttamanni í heimi.
Á meðan United var að lyfta bikar var Ronaldo mættur í höllina í Sádí að fylgjast með bardaga Tomy Fury og Jake Paul. Með í för var hans elsti sonu.
Myndband af þeim feðgum má sjá hér að neðan.
Cristiano Ronaldo is at the Jake Paul vs. Tommy Fury fight in Saudi Arabia 👀
Watch now on @ESPNPlus PPV 🍿 pic.twitter.com/25p8atJcoZ
— ESPN FC (@ESPNFC) February 26, 2023