fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Margir að fá nóg og Eiður Smári tjáir sig – „Þetta er pínu sorglegt fyrir mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. febrúar 2023 08:00

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur verið í algjöru brasi undanfarið og virðist tímabilið ætla að fara illa fyrir liðið.

Chelsea situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 14 stigum frá sæti í Meistaradeild Evrópu og í gær tapaði liðið 2-0 fyrir Tottenham.

Eiður Smári Guðjohnsen var á Vellinum á Símanum Sport í gær og ræddi gengi síns gamla liðs.

„Þetta er pínu sorglegt fyrir mig sem fyrrum Chelsea mann að sjá þetta,“ sagði Eiður í þættinum.

Sæti stjórans Graham Potter er farið að hitna. Einhverjir stuðningsmenn hafa farið langt yfir strikið og sent honum og fjölskyldu hans hótanir.

„Það á auðvitað engan veginn að eiga sér stað. Þetta er nú einu sinni bara fótbolti,“ sagði Eiður.

Hann telur þó að tími Potter með Chelsea sé senn á enda.

„Því miður held ég að þetta sé bara aðeins of stórt hlutverk fyrir Graham Potter.“

Eiður tekur þó fram að starfið sé ekki auðvelt.

„Todd Boehly kemur inn og verslar nánast alla sem eru til á markaðnum. Þetta er eins og að kaupa milljón púsl, henda þeim á borðið og segja þjálfaranum að púsla þeim saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eze staðfestur hjá Arsenal

Eze staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Í gær

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði