Það er meiri stemning og betra andrúmsloft á Elland Road, heimavelli Leeds, en Nou Camp, heimavelli Barcelona.
Þetta segir bakvörðurinn Junior Firpo sem hefur leikið fyrir bæði félög og var hetja Leeds í gær gegn Southampton.
Elland Road tekur um 40 þúsund manns sem er mun minna en Nou Camp sem getur haldið allt að 90 þúsund manns.
Firpo segir þó að það séu ekki allt aðdáendur Barcelona og að stemningin sé mun betri hjá enska félaginu.
,,Stútfullur Elland Road.. Nou Camp er risastór völlur og getur tekið 90 þúsund manns sem er ótrúlegt,“ sagði Firpo.
,,Það er þó yfirleitt meira af túristum þar en aðdáendum, þeir vilja mæta og sjá bestu leikmennina spila. Fólk vildi sjá Lionel Messi spila og klappa þegar hann gerði eitthvað.“
,,Hér er staðan allt öðruvísi, við erum með 40 þúsund manns og völlurinn er á lífi allar 90 mínúturnar og það er það sem ég elska.“