Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er mikill aðdáandi sóknarmannsins Kylian Mbappe.
Mbappe er tveimur árum eldri en Haaland og leikur með Paris Saint-Germain. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Mbappe lengi verið einn besti framherji heims.
Mbappe er 24 ára gamall og verða þessir tvær væntanlega erkifjendur í mörg ár til viðbótar.
,,Það eru svo margir góðir leikmenn í heiminum og Kylian er einn af þeim. Hann er svo sterkur,“ sagði Haaland.
,,Frakkland er svo heppið að eiga hann, ég væri til í að fá hann í Noreg en það er ekki í boði. Hann er magnaður leikmaður.“
,,Hann er svo fljótur og svo sterkur og hefur sannað sig í mörg ár. Hann er hvað, tveimur árum eldri en ég? Það er klikkað. Stundum þarftu að átta þig á því að hann á eftir tíu góð ár í hæsta gæðaflokki. Það er sturlað.“