Robin van Persie er enn vinsæll hjá Manchester United en hann starfar í dag sem sparkspekingur.
Van Persie er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en samdi við Man Utd í stutta stund og vann titilinn á Old Trafford.
Van Persie var mættur á Old Trafford í gær fyrir leik Man Utd gegn Barcelona en hann vinnur fyrir BT Sport.
Stuðningsmenn Man Utd hafa ekki gleymt Van Persie og sungu nafn hans hátt á meðan myndavélin var í gangi.
Fallegt augnablik sem má sjá hér.
„OOOHHH ROBIN VAN PERSIEEEEE!!!!“
„I think they’re trying to get him back on the pitch!!“
What do you think @Persie_Official…? The fans know what they want!! 😂
🎙️ @julesbreach | #UEL pic.twitter.com/lOeJ3I0ezZ
— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 23, 2023