Síðustu leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar lauk í kvöld með fjórum leikjum. Manchester United vann endurkomusigur gegn Barcelona á heimavelli og tryggði sig áfram í 16-liða úrslitin þá eru lærisveinar José Mourinho einnir búnir að tryggja sig áfram á næsta stig keppninnar.
Á Old Trafford tóku heimamenn í Manhcester United á móti Barcelona. Fyrri leik liðanna á Camp Nou lauk með 2-2 jafntefli.
Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 18. mínútu en í aðdraganda marksins hafði vítaspyrna verið dæmd, Börsungum í vil og steig Robert Lewandowski á punktinn. Hann kom boltanum fram hjá David de Gea í markinu.
Leikmenn Manchester United létu deigann hins vegar ekki síga.
Á upphafsmínútum síðari hálfleiks jafnaði brasilíski miðjumaðurinn Fred metin fyrir Manchester United.
Það var síðan samlandi hans, varamaðurinn Antony sem reyndist hetja kvöldsins er hann skoraði sigurmarkið fyrir Manchester United á 73. mínútu.
Manchester United endaði með því að fara með 4-3 sigur af hólmi í einvígi sínu gegn Barcelona og fær að vita það á morgun hvaða lið bíður í 16-liða úrslitunum.
Önnur úrslit kvöldsins:
Roma 2-0 Red Bull Salzburg (Roma vinnur samanlagt 2-1)
Union Berlin 3-1 Ajax (Union Berling vinnur samanlagt 3-1)
Leikur Stade Rennais og Shakhtar Donetsk fór í framlengingu og er enn í gangi þegar að þessi frétt er skrifuð
Liðin sem eru komin áfram í 16-liða úrslit:
Bayer Leverkusen
Sporting
Juventus
Sevilla
Manchester United
Roma
Union Berlin
Union Saint-Gilloise
Arsenal
SC Freiburg
Ferencvaros
Feyenoord
Real Betis
Real Sociedad
Fenerbahce
Stade Rennais / Shakhtar Donetsk