fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Evrópudeildin: Antony reyndist hetja Manchester United gegn Börsungum – 16 liða úrslitin bíða

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 21:54

Antony fagnar marki / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar lauk í kvöld með fjórum leikjum. Manchester United vann endurkomusigur gegn Barcelona á heimavelli og tryggði sig áfram í 16-liða úrslitin þá eru lærisveinar José Mourinho einnir búnir að tryggja sig áfram á næsta stig keppninnar.

Á Old Trafford tóku heimamenn í Manhcester United á móti Barcelona. Fyrri leik liðanna á Camp Nou lauk með 2-2 jafntefli.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 18. mínútu en í aðdraganda marksins hafði vítaspyrna verið dæmd, Börsungum í vil og steig Robert Lewandowski á punktinn. Hann kom boltanum fram hjá David de Gea í markinu.

Leikmenn Manchester United létu deigann hins vegar ekki síga.

Á upphafsmínútum síðari hálfleiks jafnaði brasilíski miðjumaðurinn Fred metin fyrir Manchester United.

Það var síðan samlandi hans, varamaðurinn Antony sem reyndist hetja kvöldsins er hann skoraði sigurmarkið fyrir Manchester United á 73. mínútu.

Manchester United endaði með því að fara með 4-3 sigur af hólmi í einvígi sínu gegn Barcelona og fær að vita það á morgun hvaða lið bíður í 16-liða úrslitunum.

Önnur úrslit kvöldsins: 

Roma 2-0 Red Bull Salzburg (Roma vinnur samanlagt 2-1)

Union Berlin 3-1 Ajax (Union Berling vinnur samanlagt 3-1)

Leikur Stade Rennais og Shakhtar Donetsk fór í framlengingu og er enn í gangi þegar að þessi frétt er skrifuð

Liðin sem eru komin áfram í 16-liða úrslit:

Bayer Leverkusen

Sporting

Juventus

Sevilla

Manchester United

Roma

Union Berlin

Union Saint-Gilloise

Arsenal

SC Freiburg

Ferencvaros

Feyenoord

Real Betis

Real Sociedad

Fenerbahce

Stade Rennais / Shakhtar Donetsk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður