Samningar við fulltrúa KSÍ, landsliðsmenn og aðra sem tengjast landsliðsmálum, hafa verið í umræðunni undanfarið.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, var spurð út í samningana í sjónvarpsþættinum 433.is, sem er á dagskrá Hringbrautar alla mánudaga.
„Við erum búin að kynna þetta fyrir fyrirliðunum landsliðanna. Við vildum hafa þau með okkur í þessu,“ segir Vanda.
„Þetta er um réttindi og skyldur, viðmið, hegðun, framkomu og ýmislegt annað. Þetta er á lokametrunum.“
Vanda var spurð út í það hvernig viðbrögðin yrðu ef landsliðsmenn vilja ekki skrifa undir slíka samninga.
„Við erum ekki komin svo langt. Ég held að það gerist ekki því við erum að vinna þetta saman.“
Vanda bendir á að slíkir samningar séu algengin í íþróttahreyfingunni, Ólympíufarar skrifi til að mynda undir svona samning við ÍSÍ.
„Allir í nefndum og stjórnum KSÍ þurfa að skrifa undir svona heilindasamning.“
Umræðan, sem og þátturinn í heild, er hér að neðan.