Starfsmenn Arsenal og Aston Villa lentu í áflogum yfir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Arsenal vann dramatískan sigur á Villa með tveimur mörkum í uppbótartíma og kom sér á topp deildarinnar á ný.
Migeul Molina, sem starfar við greiningar fyrir Arsenal og Victor Manas, sem gegnir sömu stöðu fyrir Villa, lentu í átökum eftir fagnaðarlæti þess fyrrnefnda við þriðja marki Arsenal í uppbótartína.
Manas, sem starfaði áður hjá Arsenal, á að hafa slegið Molina utan undir. Sá síðarnefndi hélt áfram að fagna fyrir framan andlitið á Manas.
Ótrúlegt atvik sem félögin skoða nú.