fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Klassi yfir því að fá svona stjörnu inn úr gullaldar landsliðinu

433
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 19:00

Ragnar Sigurðsson. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.

Eftir síðasta tímabil var kunngert að fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Ragnar Sigurðsson kæmi inn í þjálfarateymi Fram og vöktu vendingarnar mikla athygli.

,,Raggi er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Við getum sagt að þetta sé einn af mest spennandi hlutum til þess að fylgjast með á komandi tímabili, hvernig þetta verður,“ sagði Hörður Snævar.

Varnarleikurinn hafi kannski verið það sem mætti einna helst gagnrýna hjá Frömurum á síðasta tímabili, ef það ætti að gagnrýna eitthvað.

,,Þarna ertu kominn með einn af bestu varnarmönnunum í sögu íslenska landsliðsins í knattspyrnu og ég heyrði það frá einum í vikunni að Ragnar væri að gera fína hluti þarna, væri að stilla þá af og kenna þeim fræðin.

Ég held að þetta geti gengið vel og Jón Sveinsson, þjálfari Fram virðist vera alveg með þetta þarna. Þeir fylgja honum í einu og öllu.“

Einar, sem er mikill stuðningsmaður Fram segir ákveðinn klassa yfir því að Ragnar sé kominn í félagið.

,,Það er náttúrulega engin reynsla komin á Ragnar Sigurðsson sem þjálfara, hins vegar er rosalegur klassi yfir þessu bæði fyrir liðið og strákana, að fá svona stjörnu inn úr gullaldar landsliðinu. Ég er geysilega ánægður með þetta.“

Nánari umræði má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
Hide picture