fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Einar segir sjónarsvipti af því ef Kórdrengir leggjast í dvala – „Þeir voru djöfulli flottir“

433
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 10:30

Frá æfingu þegar lið Kórdrengja var í fullu fjöri. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.

Meðal annars var farið yfir stöðu knattspyrnuliðsins Kórdrengir en mikil óvissa ríkir um framtíð liðsins. FH hafði átt í viðræðum um að taka liðið yfir en þær viðræður runnu út í sandinn.

Nú er óvíst hvort að Kórdrengir, lið sem stofnað var árið 2017 og hefur flogið upp deildarstigann í íslenskri knattspyrnu, sendi lið til leiks í Lengjudeildina á komandi tímabili og gæti það til að mynda farið svo að lið á borð við Ægi eða KV í 2. deild geti tekið sæti þeirra.

Benedikt Bóas spurði gesti sína hvort þetta væri ásættanleg staða, að félag geti bara haldið stöðunni svona í gislíngu.

,,Það er ekki hægt að sakast eitthvað mikið við þá. Ég held að KSÍ þurfi bara að breyta leyfiskerfi sínu og tímasetningum þess.

Þetta ætti að vera þannig að allt yrði að vera klappað og klárt fyrir 1. desember ár hvert ef þú ætlar að verða með á næsta tímabili. Þá hafa þau félög, sem fara upp um deildir, tíma til þess að aðlagast breyttum veruleika því ég held það sé ekkert stökk stærra í íslenskri knattspyrnu heldur en til dæmis ef Ægir þyrfti að stökkva úr 2. deild upp í þá fyrstu.

Það eru miklar breytingar sem myndu þurfa að eiga sér stað, til að mynda á fjármálum sem og leikmannahópi. FH ætlar allavegana ekki að taka þetta yfir, þeir reyndu sitt besta en náðu ekki í höfn.“

,,Þetta er sjónarviptir, ef svo fer að Kórdrengir verða ekki með áfram,“ sagði Einar um stöðu mála. ,,Í hitt í fyrra, þegar að Framarar léku í næst efstu deild, sá ég þá spila við Kórdrengi. Í mínum augum var þetta svolítið spennandi klúbbur, Kórdrengir, þetta nafn virkar svolítið á mann sem öfugmæli en þeir voru djöfulli flottir.“

Nánari umræðu um Kórdrengi má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
433Sport
Í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool
Hide picture