Erling Haaland er búinn að bæta met Sadio Mane fyrir Liverpool eftir aðeins rúmlega hálft tímabil á Englandi.
Haaland er búinn að bæta met margra leikmanna og má nefna Mane, Romelu Lukaku, Michael Owen, Pierre-Emerick Aubameyang, Diego Costa, Jamie Vardy og Heung Min Son.
Tölfræðin er tekin saman af VisualGame en þarna spila aðeins mörk úr opnum leik inn í en ekki vítaspyrnur.
Mane var lengi einn besti leikmaður ensku deildarinnar en skoraði mest 26 mörk í 48 leikjum í öllum keppnum.
Haaland á nóg af leikjum inni og gæti komist á topp listans en þar er Mohamed Salah með 43 mörk í 46 leikjum sem er sturluð tölfræði.
Haaland hefur verið stórkostlegur fyrir Man City hingað til og þarf að skora 16 mörk í viðbót til að bæta met Salah.
A selection of some of the greatest scorers to play in the Premier League, and their best non-penalty goal tally in a single season whilst playing in England.
(All comps)
Erling Haaland is very very quickly surpassing some greats.
👀⚽️ pic.twitter.com/SXU8G87cMk
— VisualGame (@avisualgame) February 15, 2023