fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Gekk berserksgang eftir að honum var skipt af velli gegn United í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. febrúar 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í gær. Um umspilsumferð er að ræða þar sem barist er um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Markalaust var í hálfleik þar sem Barcelona var meira með boltann í þeim fyrri en United skapaði sér hættulegri færi.

Marcos Alonso fyrrum varnarmaður Chelsea opnaði markareikninginn og kom Barcelona yfir. Það virtist vekja gestina frá Manchester sem settu í gír.

Marcus Rashford jafnaði leikinn með fínu marki og hann átti svo stóran þátt í því þegar liðið komst yfir skömmu síðar. Rashford sólaði varnarmann Barcelona og kom boltanum fyrir þar sem Jules Kounde setti hann í eigð net.

Það var svo á 76. mínútu sem Raphinha jafnaði leikinn fyrir heimamenn með skoti fyrir utan teig sem rataði i gegnum pakkann og í netið.

Skömmu eftir að Raphinha jafnaði var hann tekinn af velli. Hann hreinlega brjálaðist við það og gekk berserksgang á bekknum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Jordi Alba reyndi að róa hann og tókst það að lokum.

Xavi, stjóri Barcelona, var spurður út í viðbrögð Raphinha við að vera skipt út af eftir leik. Hann sagðist skilja Brasilíumanninn vel, það væri eðlilegt að menn væru pirraðir yfir því að þurfa að fara af velli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag