fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Komið að stóru stundinni – „Við verðum að krefjast þess að allir eigi fullkominn leik“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta og Pep Guardiola mætast í kvöld með lið sín, Arsenal og Manchester City, í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Eftirvæntingin fyrir leiknum er mikil. Báðir stjórar eru á því að sín lið þurfi að eiga sinn besta leik til að sigra.

Arsenal er með 3 stiga forskot á City sem stendur, auk þess að eiga leik til góða. Úrslit leiksins í kvöld verða því afar þýðingarmikil upp á framhaldið.

„Það eru smáatriði sem ráða úrslitum í svona leikjum. Við sáum það á Etihad þegar við töpuðum 1-0 í bikarnum,“ segir Arteta.

„Við verðum að krefjast þess að allir eigi fullkominn leik í 96 mínútur til að sigra þá.“

Arteta segist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að mótivera leikmenn í leik sem þennan. „Hvatningin kemur að sjálfu sér fyrir svona leiki. Það þarf bara að nota orkuna á réttan hátt.“

Guardiola segir mikilvægast að City spili sinn leik.

„Mig langar ekki að missa titilinn af því við spilum ekki eftir getu. Ef þeir sigra okkur af því þeir verða betri þá er það bara íþróttin og ég verð sá fyrsti til að óska þeim til hamingju.

Við munum berjast til að þetta sé í okkar höndum. Við munum berjast fram á síðasta dag.“

Leikurinn hefst klukkan 19:30 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar