fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Mjög óvæntar vendingar í máli mannsins sem var kýldur svo heimsbyggðin fékk að sjá

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaðurinn sem var kýldur fyrir leik West Ham og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helginni með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara á sjúkrahús hefur vakið mikla athygli.

Hann var með stæla við stuðningsmenn West Ham og var að endingu kýldur. Maðurinn, sem heitir Bill, var talinn stuðningsmaður Chelsea, en töluverður rígur er á milli félaganna.

Meira
Birti myndband af sér á sjúkrabeðinum: Var rotaður fyrir framan alla – Sjáðu hvað gerðist

Nú hefur yfirmaður hans hins vegar tjáð sig og segir hann að Bill haldi með D-deildarliðinu Wimbledon.

„Ég hef talað við Bill. Honum hefur verið strítt eitthvað eftir atvikið en enginn telur það sem gerðist ásættanlegt,“ segir yfirmaðurinn.

„Margir telja að hann hafi átt þetta skilið því hann kom sér í asnalega stöðu. Í þessi 4-5 ár sem hann hefur unnið hjá okkur hefur hann ekki gert neitt þessu líkt. Við bindum miklar vonir við hann í framtíðinni og hann er stór hluti af áætlunum okkar.“

Yfirmaðurinn heldur áfram. „Það skrýtna í þessu öllu saman er að hann heldur með Wimbledon. Hann fór bara á leikinn með nokkrum vinum og lenti í vitlausum hópi. Honum líður mjög illa yfir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
433Sport
Í gær

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin