Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, virðist hafa staðfest það að Karim Benzema sé ekki á förum frá félaginu í sumar.
Benzema verður samningslaus í lok tímabils og hefur enn ekki náð samkomulagi um framlengingu.
Benzema er talinn einn besti framherji heims og var valinn besti leikmaður heims á síðasta ári.
,,Þetta er umræðuefni sem þarf að fara vandlega í, við þurfum að íhuga aldur Karim og hans frammistöðu,“ sagði Ancelotti.
,,Benzema er okkar nía. Eftir HM þá hefur hann spilað mjög vel og ég tel að hann spili mjög vel á næstu leiktíð líka.“