Zlatan Ibrahimovic er enn eins kokhraustur og áður en hann undirbýr sig fyrir endurkomu hjá AC Milan.
Zlatan mun snúa aftur á þessu ári en hann er 41 árs gamall og hefur verið frá í níu mánuði eftir að hafa slitið krossband.
Svíinn er ekki að horfa á það að leggja skóna á hilluna og er ákveðinn í að hjálpa Ítalíumeisturunum í vetur.
,,Ég er ennþá Guð, ég er enn númer eitt. Við skulum breyta um tónlist þegar ég sný aftur,“ sagði Zlatan.
,,Ég vil afreka mikið eftir þessa mánuði sem ég missti af, það var algjör tímasóun. Ég er í lagi, í góðu lagi.“
,,Ég var þolinmóður því ég vildi komast aftur á toppinn, batavegurinn gengur vel fyrir sig.“