Jack Grealish leikmaður Manchester City er að gera stærsta skósamning sem breskur leikmaður hefur gert í sögunni.
Grealish er afar vinsæll en hann er dýrasti enski knattspyrnumaður sögunnar. City borgaði 100 milljónir punda fyrir Grealish fyrir 18 mánuðum.
Grealish hefur undanfarin ár leikið í skóm frá Nike en nú er hann að færa sig yfir til Puma.
Harry Kane og Gareth Bale hafa undanfarin ári fengið 4 milljónir punda á ári frá Nike og Adidas fyrir að leika í skóm frá þeim.
Nú fer Grealish og toppar það en Puma hefur verið í sókn og sótt leikmenn eins og Neymar, Antoine Griezmann og Harry Maguire undanfarin ár.