Enska knattspyrnusambandið er búið að ákæra bæði Manchester Unitef og Crystal Palace.
Þessi lið áttust við á laugardaginn en Man Utd hafði betur að lokum með tveimur mörkum gegn einu.
Það varð allt vitlaust á tímapunkti í leiknum sem varð til þess að Casemiro, leikmaður Man Utd, fékk beint rautt spjald.
Casemiro fékk reisupassann fyrir að taka Will Hughes hálstaki á meðan fjölmargir leikmenn voru nálægt því að fara vel yfir strikið en sluppu með rautt spjald.,,
Slagsmálin urðu til þess að sambandið hefur nú kært bæði félög og hafa þau til 13. febrúar til að svara.