Belgíska knattspyrnufélagið Anderlecht bauð upp á áhugavert myndband á dögunum eftir leik liðsins við Antwerp.
Um stórleik var að ræða. Honum lauk með markalausu jafntefli.
Í leiknum var Jan Vertonghen, fyrirliði Anderlecht, með hljóðnema á sér.
Það mátti því heyra allt sem gekk á í kringum hann á vellinum.
Útkoman varð ansi áhugaverð.
Vertonghen er 35 ára gamall. Hann á að baki flottan feril með liðum á borð við Tottenham og Benfica.
Þá hefur Vertonghen leikið 145 A-landsleiki fyrir hönd Belgíu.
Myndbandið má sjá hér að neðan.