David Beckham gæti verið að leiða saman hóp fjárfesta sem mun gera tilboð í Manchester United. Söluferli félagsins er í fullum gangi.
Glazer fjölskyldan vill selja félagið en aðilar hafa til 17 febrúar til að leggja fram tilboð.
Glazer fjölskyldan vildi fyrst um sinn fá 6 milljarða punda en erlendir miðlar segja líklegast að kaupverðið verði 4,5 milljarður punda.
Beckham sem er 47 ára gamall er fyrrum leikmaður United, hann er metinn á 370 milljónir punda og getur því ekki keypt félagið einn.
Beckham er sagður hafa átt í viðræðum við hóp fjárfesta sem hann færi fyrir en aðilar frá Katar, Sádí Arabíu og Sir Jim Ratcliffe hafa einnig áhuga á að kaupa.