Kaveh Solhekol virtur fréttamaður hjá Sky Sports segir að Manchester City verði refsað með vægum hætti verði félagið dæmt brotlegt.
City gæti verið í slæmum málum eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í yfir hundrað liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga.
Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í gær. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.
Solhekol segir að flestir búist við því að ef City sé dæmt brotlegt í málinu verði aðeins örfá stig tekin af félaginu. Ekki er búist við því að neinir titlar eða slíkt verði tekið af félaginu.
🚨 The general sense and expectation among most people is that Manchester City will receive a ‘small points deduction’ as punishment for the Premier League charges they face.
(Source: @SkyKaveh) pic.twitter.com/tcCShtiFBP
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) February 7, 2023
„Félagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upplýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.
Á þessum tíma varð City meðal annars enskur meistari í þrígang. Möguleiki er á því að félaginu verði refsað með því að stig verði tekin af því eða þaðan af verra, eins og að það verði fellt niður um deild.