fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Þetta er líklegasta refsing City sé félagið brotlegt – Kemur mörgum á óvart

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 08:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaveh Solhekol virtur fréttamaður hjá Sky Sports segir að Manchester City verði refsað með vægum hætti verði félagið dæmt brotlegt.

City gæti verið í slæmum málum eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í yfir hundrað liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga.

Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í gær. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

Solhekol segir að flestir búist við því að ef City sé dæmt brotlegt í málinu verði aðeins örfá stig tekin af félaginu. Ekki er búist við því að neinir titlar eða slíkt verði tekið af félaginu.

„Félagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upplýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.

Á þessum tíma varð City meðal annars enskur meistari í þrígang. Möguleiki er á því að félaginu verði refsað með því að stig verði tekin af því eða þaðan af verra, eins og að það verði fellt niður um deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Í gær

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford