Enskir miðlar fjalla í dag um málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar og þá staðreynd að rannsókn sé lokið af lögreglu. Fréttablaðið sagði frá á sunnudag.
Rannsókn lögreglu á meintum brotum Gylfa gegn ólögráða einstaklingi hefur staðið yfir frá því í júlí árið 2021. Gylfi var á þeim tíma leikmaður Everton en var settur til hliðar vegna málsins, samningur hans við félagið rann svo út síðasta sumar.
Málið er nú komið á borð sakskóknara sem tekur það til skoðunar, þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eða það látið falla niður.
Ensku blöðin Mirror og The Sun fjalla um málið og segja frá því að nú verði það skoðað ítarlega af saksóknara, farið er í gegnum strangt ferli þar sem metið er hvort það sé líklegt til sakfellingar. Þurfa að vera miklar líkur á sakfellingu svo ákært verði í málinu.
Gylfi hefur verið í farbanni frá Englandi frá því að málið kom upp en hefur gengið laus gegn tryggingu. Hefur hann haft búsetu í London en fjölskylda hans á Íslandi.
Meira:
Rannsókn lokið á máli Gylfa: Ákæruvaldið skoðar gögnin en segir hann sakaðan um ítrekuð brot
„Meintum brotum hefur verið lýst sem „mjög alvarlegum“ en rannsókninni var stýrt af teymi lögreglunnar í Manchester sem kölluð er til þegar stóratvik koma upp,“ segir í frétt The Sun. Gylfi er ekki nefndur á nafn í Bretlandi af lagalegum ástæðum.
Gylfi hefur samkvæmt fréttum ytra alltaf neitað sök í málinu og faðir hans Sigurður Aðalsteinsson sagði við Vísir.is að ef Gylfi hefði gerst brotlegur væri lönguð búið að ákæra hann.