fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Yfirlýsing Manchester City – Fagna því að málinu verði lokað í eitt skipti fyrir öll

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 12:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City fagnar því að málefni félagsins verði skoðuð að óháðri nefnd. Búið er að ákæra félagið í yfir 100 liðum af ensku úrvalsdeildinni. Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í dag. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

„Félagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upplýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.

Á þessum tíma varð City meðal annars enskur meistari í þrígang. Möguleiki er á því að félaginu verði refsað með því að stig verði tekin af því.

City er sakað um að hafa farið frjálslega með sannleikann þegar kemur að styrkarsamningum og samningum við leikmenn.

Árið 2020 dæmdi UEFA enska félagið í bann frá Meistaradeildinni fyrir brot á sömu reglum, þeim dómi var áfrýjað til íþróttadómstólsins, CAS, og látinn niður falla.

City getur hins vegar ekki áfrýjað þeirri refsingu sem það gæti átt yfir höfði sér frá ensku úrvalsdeildinni til CAS, vegna reglna deildarinnar.

Yfirlýsing Manchester City:
Manchester City er undrandi á ákæru þessara meintu brota á reglum úrvalsdeildarinnar, sérstaklega í ljósi þeirra miklu þátttöku félagsins í rannsókninni og mikla magns af ítarlegum gögnum sem deildin hefur fengið.

Klúbburinn fagnar því að óháð nefnd skoði þessi mál og að hún taki óhlutdrægt til athugunar óhrekjanleg sönnunargögn.

Sem slík fögnum við því að þetta mál verði klárað í eitt skipti fyrir öll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Í gær

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Í gær

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur