fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Útilokað að Caicedo fari til Arsenal – Jorginho kynntur á næstunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 16:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal mun ekki fá Moses Caicedo til sín frá Brighton í þessum glugga þar sem síðarnefnda félagið haggast ekki í viðræðum.

Skytturnar hafa á undanförnum dögum boðið tvö tilboð, upp á 60 og 70 milljónir punda, í miðjumanninn en Brighton hefur staðið fast á sínu: Leikmaðurinn er ekki fáanlegur í janúar.

Arsenal vildi fá mann inn á miðjuna til að auka breiddina þar. Mohamed Elneny er meiddur og Thomas Partey tæpur.

Jorginho / Getty Images

Félagið er hins vegar að fá einn slíkan. Jorginho er við það að ganga í raðir félagsins frá Chelsea.

Arsenal mun greiða Chelsea 11 milljónir punda fyrir Ítalann. Ein milljón bætist við kaupverðið ef Arsenal nær topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og önnur milljón ef liðinu tekst að halda í toppsætið og verða Englandsmeistari.

Jorginho verður kynntur til leiks hjá Arsenal á allra næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool