Enzo Fernadnez virðist loks vera að ganga í raðir Chelsea frá Benfica.
Talið er að Chelsea borgi um 105 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Þá mun Fernandez skrifa undir átta og hálfs árs samning við Chelsea, til sumarsins 2031.
Chelsea hefur verið á höttunum á eftir argentíska miðjumanninum undanfarna daga og nú virðast kaupin á honum loksins ætla að takast.
Heimsmeistarinn mun nú gangast undir læknisskoðun og fer hún fram í Portúgal.
Fulltrúar félaganna eru í kappi við tímann að klára öll smáatriði fyrir klukkan 23.
Fernandez fór á kostum með Benfica í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót og heillaði með argentíska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Enzo Fernández will sign with Chelsea until June 2031 — exactly same deal agreed on the first week of January 🚨🔵📑 #DeadlineDay
Nothing has ever changed between the player and Chelsea: he’s always been open to the move and happy to join #CFC. pic.twitter.com/QSTRH0b72W
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2023