Íslenska landsliðskonana Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og mun leika með liðinu til ársins 2025. Frá þessu greinir Breiðablik í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.
Áslaug, sem hefur verið reglulegur hluti af íslenska kvennalandsliðinu undanfarið, á að baki 112 leiki fyrir Breiðablik og hefur í þeim leikjum skorað 21 mark.
Vinstri-bakvörðurinn öflugi spilaði 12 leiki, í deild og bikar, fyrir Breiðablik á síðasta tímabili.
Áslaug hóf meistaraflokksferil sinn með Völsungi á Húsavík árið 2016 en þar áður hafði hún spilað með yngri flokkum félagsins sem og með Hetti á Egilsstöðum. Það var síðan árið 2018 sem hún samdi við Breiðablik.
Góðar fréttir á mánudegi.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir semur til ársins 2025❗️
Hún á 112 leiki fyrir Breiðablik og hefur skorað í þeim 21 mark. ⚽️
Áslaug Munda var í landsliðshóp Íslands sem tók þátt á EM sumarið 2022 og hefur spilað 11 landsleiki fyrir Íslands hönd 💙🤍❤️ pic.twitter.com/sxxL24GRMg
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) January 30, 2023