Harry Maguire er ekki hafsent númer fimm hjá Manchester United að sögn stjóra félagsins, Erik ten Hag.
Ten Hag hefur lítinn áhuga á að nota Maguire sem vermir aðallega varamannabekkinn þessa dagana.
Bakvörðurinn Luke Shaw virðist jafnvel vera á undan Maguire í goggunnarröðinni sem segir sitt.
Ten Hag er þó ekki búinn að gefast upp á Maguire og segir að hann geti enn unnið sér inn sæti í byrjunarliðinu.
,,Harry Maguire? Hann er ekki númer fimm í röðinni,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi.
,,Harry þarf að berjast fyrir sínu sæti og hlutirnir geta breyst – stundum breytast þeir mjög hratt. Hann er að bæta sig og þetta er undir honum komið.“