Fjórar stjörnur úrúgvæska landsliðsins hafa verið dæmdar í bann fyrir hegðun sína á HM í Katar.
Leikmennirnir fjórir eru þeir Edinson Cavani, Diego Godin, Jose Gimenez og Fernando Muslera.
Þessir fjórir leikmenn voru bálreiðir eftir lokaflautið í leik gegn Gana á HM og réðst Cavani til að mynda á einn VAR skjá vallarins.
Gimenez og Muslera hafa verið dæmdir í fjögurra leikja bann en Cavani og Godin fá eins leiks bann.
Leikmennirnir voru gríðarlega ósáttir með dómgæslu leiksins en Úrúgvæ féll óvænt úr leik í riðlakeppni mótsins.
Úrúgvæ vann leikinn gegn Gana en Suður-Kórea náði öðru sætinu eftir sigurmark í blálokin gegn Portúgal.