Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er að ganga frá kaupum á Anthony Gordon, leikmanni Everton.
Frá þessu greinir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano í færslu á Twitter.
Félagsskipti Gordon frá Everton hafa legið í loftinu í einhvern tíma núna en leikmaðurinn hefur viljað fara frá félaginu og ekki mætt til æfinga undanfarna daga.
Kaupverðið er talið vera 40 milljónir punda en Gordon hefur nú þegar náð samkomulagi við Newcastle um kaup og kjör.