Bukayo Saka, stjörnuleikmaður Arsenal, vill meina að mark hans gegn Manchester United um helgina hafi verið það besta á ferli hans hingað til.
Arsenal og United mættust í stórleik síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni. Skytturnar fóru með 3-2 sigri af hólmi eftir dramatískt sigurmark Eddie Nketiah í lokin. Framherjinn skoraði tvö marka Arsenal í leiknum.
Saka skoraði hins vegar annað mark liðsins og kom því í 2-1.
„Þetta var ekki svo slæmt, er það? Ég held að þetta sé pottþétt mitt besta mark,“ sagði leikmaðurinn ungi um mark sitt.
„Ég get sagt það í góðri trú. Ég held ekki að ég hafi skorað betra mark.“
Með úrslitunum komst Arsenal í fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Einnig á liðið leik til góða á Manchester City, sem situr í öðru sæti.