Framherjinn stóri og stæðilegi, Kristján Flóki Finnbogason hefur framlengt samning sinn við Bestu deildar lið KR. Þetta staðfestir félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.
Nýji samningurinn gildir til þriggja ára en Kristján Flóki hefur verið á mála hjá KR síðan árið 2019 er hann sneri heim úr atvinnumennsku eftir að hafa verið á mála hjá Start í Noregi..
,,Við óskum Flóka til hamingju með nýjan samning og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir í yfirlýsingu KR.