Aðeins nokkrir dagar eru síðan að enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal gekk frá kaupum á miðverðinum Jakub Kiwior frá Spezia á Ítalíu en nú þegar eru hann og unnusta hans Claudia Kowalczyk farin að finna fyrir velvild og stuðningi frá Lundúnum.
Jakub hefur verið að gera gott mót á Ítalíu undanfarna mánuði og það vakti athygli knattspyrnustjórans Mikel Arteta og forráðamanna Arsenal sem sáu það sem fýsilegan kost að breikka leikmannahóp sinn með því að fá hann til liðs við sig.
Claudia, jafnan kölluð ‘Drottning twerksins’ fyrir hæfileika sína á dansgólfinu virðist einnig himinlifandi með skipti Jakubs til Arsenal og þakkar hún fyrir alla velvildina og heillaóskirnar, í kjölfar félagsskipta hans, í færslu á Instagram.
,,Takk fyrir allar kveðjurnar. Ég næ ekki að svara þeim öllum en kann virkilega vel að meta þær. London ég er tilbúin!“
Jakub gæti komið við sögu í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal á morgun þegar að liðið mætir Manchester City í stórleik í ensku bikarkeppninni.